Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 25. júní 2012 06:00 Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar