Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Gunnlaugur Sigurðsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli?
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar