Iðnaðurinn staðfestir einangrun Samfylkingar 30. apríl 2012 08:00 Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun