Laugavegur: Aðlaðandi sumargata Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 3. júní 2011 09:00 Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun