NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2011 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. NBA Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst.
NBA Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum