NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2011 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira