Hrunflokkastjórn
Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu.
Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu.
Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu.
Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna.
Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona.
Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka.
Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda.
Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum.
Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera.
Skoðun
Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar
Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Er heimurinn á leið til helvítis?
Árni Sigurðsson skrifar
Vinnum í lausnum
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir
Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar