19. öldin fremur en framtíðin Jón Kaldal skrifar 26. júlí 2008 06:00 Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar