Þögnin grúfir yfir torginu 8. júlí 2005 00:01 Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira