Cleveland í vandræðum 15. apríl 2005 00:01 Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira