Mexíkóinn Rodrigo Huescas er liðsfélagi Rúnars Alex Rúnarssonar hjá FCK og hefur verið leikmaður danska liðsins frá því í júlí í fyrra. Huescas skrifaði þá undir fimm ára samning.
Þessi 21 árs gamli bakvörður kom sér aftur á móti í mikil vandræði á dögunum þegar hann gerðist sekur um ofsaakstur. TV2 segir frá.
Lögreglan stöðvaði Huescas 28. mars síðastliðinn á 111 kílómetra hraða á Kalvebod Brygge þar sem má bara keyra á fimmtíu kílómetra hraða. Hann var því á meira en tvöföldum hámarkshraða inn í miðri Kaupmannahöfn.
Berlinski Tidende fékk þetta staðfest hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.
Huescas var í upphafi dæmdur í tuttugu daga fangelsi án möguleika á reynslulausn. Bílinn var líka gerður upptækur.
Mál hans verður tekið fyrir 28. apríl næstkomandi og saksóknari í málinu vill að Huesca verði vísað úr landi.