Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Valur Páll Eiríksson skrifar 10. apríl 2025 15:02 Tengdamóðir Hill hringdi á lögregluna og segir hann bæði árásargjarnan og hvatvísan. Rich Storry/Getty Images Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira