Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Valur Páll Eiríksson skrifar 10. apríl 2025 15:02 Tengdamóðir Hill hringdi á lögregluna og segir hann bæði árásargjarnan og hvatvísan. Rich Storry/Getty Images Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september. NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september.
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum