Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Valur Páll Eiríksson skrifar 10. apríl 2025 15:02 Tengdamóðir Hill hringdi á lögregluna og segir hann bæði árásargjarnan og hvatvísan. Rich Storry/Getty Images Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira