„Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:25 Steinunn Björnsdóttir gat leyft sér að brosa út að eyrum í sínum síðasta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Vísir/Hulda Margrét Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. „Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
„Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira