„Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:25 Steinunn Björnsdóttir gat leyft sér að brosa út að eyrum í sínum síðasta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Vísir/Hulda Margrét Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. „Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
„Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira