Hvað er merkilegt í sjónvarpinu? 17. febrúar 2005 00:01 Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun