Kauphöllinni boðið í OMX 15. desember 2004 00:01 Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi.
Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira