Framúrskarandi fyrirtæki

Myndaveisla: Afreksfólk at­vinnu­lífsins fjöl­mennti í höllina

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var opinberaður þann 30. október í Laugardalshöll. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka ávörpuðu gesti.
Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var opinberaður þann 30. október í Laugardalshöll. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka ávörpuðu gesti.

Creditinfo afhenti Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu með pompi og prakt í Laugardalshöll 30. október. Hátt í tólf hundruð fyrirtæki komust á listann í ár. Uppfylla þaf ströng skilyrði og því ærið tilefni til að fagna. Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina.

Anton Brink

Afrek að komast á listann

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir setti viðburðinn og óskaði viðstöddum til hamingju með vel heppnað og krefjandi rekstrarár að baki.

Þið hafið sýnt rosalega þrautseigju og úthald í rekstri. Þetta er sannur heiður því þetta eru eingöngu 2.5% af fyrirtækjum landsins. 
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri CreditinfoAnton Brink

Verulegur viðnámsþróttur

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arionbanka sagði stutt stórra högga á milli á hagkerfið undanfarið en minnti á að undirstöðurnar væru ennþá sterkar.

Útflutningsgreinum hefur fjölgað, skuldsetning er almennt lítil og viðnámsþróttur heimila og fyrirtækja er verulegur, almennt séð.“
Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur ArionbankaAnton Brink

Verðmætasköpunin grunnurinn

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók undir það að áskoranir hafi hrannast upp í hagkerfinu. Ríkisstjórnin væri meðvituð um hvaðan verðmætasköpunin kæmi.

Þessvegna er þessi viðburður, Framúrskarandi fyrirtæki mjög mikilvægur. Fyrirtækin eru undirstaðan fyrir verðmætasköpuninni í landinu.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherraAnton Brink



Beint streymi var frá viðburðinum hér á Vísi sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.

Húsfyllir og góð stemmning

Fólk lét veður og færð ekki stoppa sig og var stemmningin létt í Laugardalshöll. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum sem ljósmyndari Vísis tók.

Anton Brink
Anton Brink
Creditinfo
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Anton Brink
Brim hlaut Hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu í ár. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Anton Brink
Anton Brink


Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki






Fleiri fréttir

Sjá meira


×