Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 09:45 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, bendir á að tæknifyrirtæki séu enn minna sýnileg í íslensku kauphöllinni en í evrópskum kauphöllum. Það var á meðal mælikvarða í skýrslu ESB um hnignandi samkeppnishæfni í tækni og nýsköpun. Vísir Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir engin af verðmætustu fyrirtækjunum í íslensku kauphöllinni séu tækni- og nýsköpunarfyrirtæki. Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel. Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel.
Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira