
Viðskipti

Líflína til dauðadæmdra fyrirtækja umdeild
Eiga aðgerðir sem forða fyrirtækjum frá þroti alltaf rétt á sér? Eiga aðgerðir að vera í formi styrkja? Geta lánveitingar banka í ástandi eins og nú er myndað hvata til að fela önnur mistök í útlánum?

Streitulaus lífsstíll með Slow Cow
Drykkurinn Slow Cow vinnur gegn streitu og álagi og eykur einbeitingu. Slow Cow er létt kolsýrður, bragðbættur með drekaávexti og sítrónu og hefur slegið í gegn hér á landi eftir að hann kom á markaðinn í byrjun árs

Heimurinn er að breytast – neytendur vilja val um annað en plast
Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Þóra flytur erindi á málþingi í dag.

Bein útsending: Nýsköpunarvikan hefst í dag
Nýsköpunarvikan hefst í dag og stendur til 7. október. Setningin hefst klukkan 15 og verður streymt hér á Vísi og á heimasíðu hátíðarinnar www.nyskopunarvikan.is.

Með vali okkar höfum við áhrif á hverjum einasta degi – Láttu það ganga
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir mikilvægt að landsmenn allir séu meðvitaðir um hvaða áhrif hver og einn getur haft. Samtökin standa ásamt fleirum að átakinu Íslenskt - láttu það ganga

„Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“
Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn.

Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu
Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur.

Á mannauðsmáli: „Fræðsluskot kaupmannsins“
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“.

Allt of margir hafa smitast af veirunni á djamminu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir allt of mörg dæmi um það að fólk hafi smitast af kórónuveirunni, eða þurft að fara í sóttkví eftir nánd við smitaðan einstakling, á djamminu.

Gullverð nær nýjum hæðum
Gullverð hefur snarhækkað síðustu daga.

Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi
Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það.

Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME
Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu.

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun
Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.

Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði.

Serena Williams fetar í fótspor David Beckham
Tennisdrottningin Serena Williams er meðal frægra kvenna sem hafa komið á laggirnar knattspyrnuliði sem mun keppa í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næsta ári.

Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Nýjar íbúðir rjúka út
Sala á nýjum íbúðum í Reykjavík hefur aukist undanarnar vikur. Hverfið að Hlíðarenda nýtur mikilla vinsælda. Fasteignasalan Miklaborg fer með sölu íbúða að Hlíðarenda.

Nýjung frá Alfreð: Fyrirtækjaprófíll er frábær kynning
Fyrirtækjaprófíll er glæný viðbót við atvinnuvefinn Alfreð. Með honum má kynna kosti fyrirtækis sem vinnustaðar á einfaldan á áhrifaríka hátt.

Ert þú með lausn fyrir landbúnað? Til sjávar og sveita leitar að frumkvöðlum
Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita leitar að frumkvöðlum með hugmyndir um nýtingu íslenskra auðlinda og vöruþróun. Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu
Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð

„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“
Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu.

Loka Hrími á Laugavegi
Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms Hönnunarhúss, hefur ákveðið að loka verslun Hríms á Laugavegi endanlega eftir átta ára rekstur.

Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt.

Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar
Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt.

Fyrsta skemmtiferðaskipið afboðar komu sína vegna veirunnar
Asuka II japanskt skemmtiferðaskip kemur ekki eins og til stóð.

Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra.

Gylfi gefur Herði Ægissyni falleinkunn
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins tekinn á beinið af háskólakennara.

Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga.

Glænýr bóksölulisti: Arnaldur er kóngurinn og Yrsa drottning en Friðrik Dór er svarti folinn
Fáir ná að velgja glæpasagnakóngi Íslands undir uggum í bóksölunni.

Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin.