Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira