Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum sem er sama þróun og erlendis. Icelandair hefur lækkað mest eða um fimmtung á tveimur dögum en alls hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 6% og virði félaga dregist saman milli 60-70 milljarða. „Það var álíka lækkun í gær fyrir einu og hálfu ári en að sjá svona tvo daga í röð er mjög óvenjulegt,“ segir Magnús Harðason forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að lækkun á virði Icelandair í Kauphöllinni um 20% á tveimur dögum einnig sérstaka. „Það er óvenjulegt og lýsir væntingum um ferðalög vegna veirunnar. Við verðum þó að muna að þetta er væntingardrifið um hvað fólk telur að eigi eftir að gerast, það er ekki eins og þessir hlutir séu að hellast yfir okkur hér og nú,“ segir Magnús. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Ferðaþjónustan uggandi Síðasta mánuð hefur faraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi og í dag bárust fregnir að japanskt skemmtiferðaskip hafi afbókað komu sína í maí. Hótel hafa ekki farið varhluta af afbókunum síðustu vikur. „Við höfum fundið verulega fyrir afbókunum á þessum mörkuðum. Hópar hafa afbókað og kínverskt flugfélag dró sig til baka. Auðvitað eru menn uggandi. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og allt frá verkföllunum á síðasta ári. Þannig að við þurfum að fara að fá góðar fréttir. Við höfum til að mynda lagt áherslu á það við stjórnvöld að fara í markaðsátak um ferðir til landsins,“ segir Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Kristófer bætir við að aðföng frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur geysað séu lengur að berast en áður vegna t.d. lokanna á verksmiðjum t.d. í Kína. Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar. Þurfti að hætta við skiptinám á síðustu stundu Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig áhrif á áform margra. Meðal þeirra er Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands sem ætlaði að fara í skiptinám til Mílanó og hugðist fljúga þangað á morgun. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum sem er sama þróun og erlendis. Icelandair hefur lækkað mest eða um fimmtung á tveimur dögum en alls hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 6% og virði félaga dregist saman milli 60-70 milljarða. „Það var álíka lækkun í gær fyrir einu og hálfu ári en að sjá svona tvo daga í röð er mjög óvenjulegt,“ segir Magnús Harðason forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að lækkun á virði Icelandair í Kauphöllinni um 20% á tveimur dögum einnig sérstaka. „Það er óvenjulegt og lýsir væntingum um ferðalög vegna veirunnar. Við verðum þó að muna að þetta er væntingardrifið um hvað fólk telur að eigi eftir að gerast, það er ekki eins og þessir hlutir séu að hellast yfir okkur hér og nú,“ segir Magnús. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Ferðaþjónustan uggandi Síðasta mánuð hefur faraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi og í dag bárust fregnir að japanskt skemmtiferðaskip hafi afbókað komu sína í maí. Hótel hafa ekki farið varhluta af afbókunum síðustu vikur. „Við höfum fundið verulega fyrir afbókunum á þessum mörkuðum. Hópar hafa afbókað og kínverskt flugfélag dró sig til baka. Auðvitað eru menn uggandi. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og allt frá verkföllunum á síðasta ári. Þannig að við þurfum að fara að fá góðar fréttir. Við höfum til að mynda lagt áherslu á það við stjórnvöld að fara í markaðsátak um ferðir til landsins,“ segir Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Kristófer bætir við að aðföng frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur geysað séu lengur að berast en áður vegna t.d. lokanna á verksmiðjum t.d. í Kína. Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar. Þurfti að hætta við skiptinám á síðustu stundu Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig áhrif á áform margra. Meðal þeirra er Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands sem ætlaði að fara í skiptinám til Mílanó og hugðist fljúga þangað á morgun. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira