Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 13:46 Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður hagfræðistofnunar HÍ. Vísir/Vilhelm Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. Formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Þar komu fram ásakanir um greiðslur til þeirra sem úthlutuðu veiðirétti í Namibíu og er það til rannsóknar hjá yfirvöldum hér á landi og í Namibíu Hagfræðisstofnun Háskóla Íslands var falið að gera skýrsluna sem birtist á vef alþingis í gær. Í skýrslu hagfræðisstofnunar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu lægra hlutfall af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á landi á sama tíma eða um 1% í Namibíu og frá 5-12% hér á landi. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. Á þessu tímabili hefur Samherji greitt um 1,5 milljarða í veiðigjöld í Namibíu og 4,7 milljarða hér á landi á landi. Í skýrslunni er þó tekið fram að umfang starfsemi Samherja sé mun meira hér á landi en í Namibíu. Þá vekur athygli að veiðigjöldin lækka hér á landi á þessum árum. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður hagfræðisstofnunarinnar segir að mikilvægar upplýsingar vanti í skýrsluna. „Það hefði verið mjög gott að skoða veiðigjöldin í hlutfalli við hagnaðinn af veiðunum en við fengum því miður ekki ársreikningana frá dótturfélagi Samherja í Namibíu. Skýringin sem Samherjamenn gáfu okkur var að þetta sætti rannsókn og þeir hefðu ekki tíma til að taka þá saman fyrir okkur. Við leituðum líka að ársreikningum dótturfélagsins í Wikileaks skjölunum en fengum engan opinbera ársreikninga þaðan. Það hefði hins vegar verið afar gagnlegt að fá ársreikningana til að sjá hagnaðinn því að meiningin með því að leggja á veiðigjöld er að taka umframhagnað eða rentu umfram það sem er eðlilegt í rekstri. Það er oft talað um að markmið með veiðigjöldum sé að taka rentuna af umframhagnaði sem fer þá til eigandans eða ríkisins eða þjóðarinnar,“ segir Sigurður. Í skýrslunni var aðeins notast við opinber gögn þó að í beiðni Alþingi komi fram að samanburðurinn skuli gerður á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Wikileaksskjölum sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik. Sigurður segir að alltaf hafi verið skýrt að stofninun myndi styðjast við opinber gögn. „Það var alveg skýrt af hálfu okkar að við myndum nýta opinber skjöl. Ef við hefðum tekið afstöðu til gagna þar sem eru vísbendingar um greiðslur undir borðið þá værum við að taka afstöðu til dómsmáls sem er til rannsóknar, okkur þótti það ekki við hæfi. Hins vegar þá vitnum við í samtal í inngangi skýrslunnar þar sem RÚV hefur eftir Karli Cloete, einum aðalrannsakanda spillingarlögreglu í Namibíu í maí, að fjárhæðin, sem ráðamenn í Namibíu eru kærðir fyrir að hafa þegið til þess að tryggja fyrirtækjum í eigu Íslendinga veiðileyfi jafngildi um 1 milljarð íslenskra króna. Menn geta leikið sér að því að bera saman við opinber veiðigjöld sem greidd voru á þessum árum,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði verið heppilegt að hafa sérstakan kafla í skýrslunni um Wikileaks gögnin eða Samherjaskjölin svokölluðu segir Sigurður: „Nei við mátum að það væri ekki þá værum við að blanda okkur í rannsókn sem væri í gangi. Það á eftir að koma úr sakamálarannsókn og við vildum ekki flækja okkur í það. Viðskipti Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. Formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Þar komu fram ásakanir um greiðslur til þeirra sem úthlutuðu veiðirétti í Namibíu og er það til rannsóknar hjá yfirvöldum hér á landi og í Namibíu Hagfræðisstofnun Háskóla Íslands var falið að gera skýrsluna sem birtist á vef alþingis í gær. Í skýrslu hagfræðisstofnunar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu lægra hlutfall af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á landi á sama tíma eða um 1% í Namibíu og frá 5-12% hér á landi. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. Á þessu tímabili hefur Samherji greitt um 1,5 milljarða í veiðigjöld í Namibíu og 4,7 milljarða hér á landi á landi. Í skýrslunni er þó tekið fram að umfang starfsemi Samherja sé mun meira hér á landi en í Namibíu. Þá vekur athygli að veiðigjöldin lækka hér á landi á þessum árum. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður hagfræðisstofnunarinnar segir að mikilvægar upplýsingar vanti í skýrsluna. „Það hefði verið mjög gott að skoða veiðigjöldin í hlutfalli við hagnaðinn af veiðunum en við fengum því miður ekki ársreikningana frá dótturfélagi Samherja í Namibíu. Skýringin sem Samherjamenn gáfu okkur var að þetta sætti rannsókn og þeir hefðu ekki tíma til að taka þá saman fyrir okkur. Við leituðum líka að ársreikningum dótturfélagsins í Wikileaks skjölunum en fengum engan opinbera ársreikninga þaðan. Það hefði hins vegar verið afar gagnlegt að fá ársreikningana til að sjá hagnaðinn því að meiningin með því að leggja á veiðigjöld er að taka umframhagnað eða rentu umfram það sem er eðlilegt í rekstri. Það er oft talað um að markmið með veiðigjöldum sé að taka rentuna af umframhagnaði sem fer þá til eigandans eða ríkisins eða þjóðarinnar,“ segir Sigurður. Í skýrslunni var aðeins notast við opinber gögn þó að í beiðni Alþingi komi fram að samanburðurinn skuli gerður á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Wikileaksskjölum sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik. Sigurður segir að alltaf hafi verið skýrt að stofninun myndi styðjast við opinber gögn. „Það var alveg skýrt af hálfu okkar að við myndum nýta opinber skjöl. Ef við hefðum tekið afstöðu til gagna þar sem eru vísbendingar um greiðslur undir borðið þá værum við að taka afstöðu til dómsmáls sem er til rannsóknar, okkur þótti það ekki við hæfi. Hins vegar þá vitnum við í samtal í inngangi skýrslunnar þar sem RÚV hefur eftir Karli Cloete, einum aðalrannsakanda spillingarlögreglu í Namibíu í maí, að fjárhæðin, sem ráðamenn í Namibíu eru kærðir fyrir að hafa þegið til þess að tryggja fyrirtækjum í eigu Íslendinga veiðileyfi jafngildi um 1 milljarð íslenskra króna. Menn geta leikið sér að því að bera saman við opinber veiðigjöld sem greidd voru á þessum árum,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði verið heppilegt að hafa sérstakan kafla í skýrslunni um Wikileaks gögnin eða Samherjaskjölin svokölluðu segir Sigurður: „Nei við mátum að það væri ekki þá værum við að blanda okkur í rannsókn sem væri í gangi. Það á eftir að koma úr sakamálarannsókn og við vildum ekki flækja okkur í það.
Viðskipti Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31