Loka Hrími á Laugavegi Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 17:41 Covid-19 og samkomubann hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum rekstraraðilum. Eigandi Hríms Hönnunarhúss sér ekki fram á að staðan skáni næsta árið og því hefur verið ákveðið að loka versluninni við Laugaveg. Vísir/Vilhelm Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms Hönnunarhúss, hefur ákveðið að loka verslun Hríms á Laugavegi endanlega eftir átta ára rekstur. Frá þessu greinir Tinna Brá í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir reksturinn hafa kostað blóð, svita og tár, hún hafi alltaf elskað Laugaveginn en staðan sé einfaldlega ekki góð. Þá sé ekki útlit fyrir að hún fari batnandi næsta árið. „Ég tel þó að þetta verði vonandi þess valdandi að leiguverð lækki og einstöku verslanirnar & veitingastaðirnir okkar þar lifi áfram. Stjórnvöld þurfa líka að grípa hratt þarna inn í til að fá sem mest líf á ný í líflegustu götu borgarinnar okkar,“ skrifar Tinna Brá í færslunni. Eftir að hafa syrgt verslunina við Laugaveg í nokkra daga hafi hún fundið fyrir miklum létti eftir ákvörðunina. Starfsfólk hennar hafi tekið ákvörðuninni með æðruleysi og lagt sig fram við að laga sig að breyttum aðstæðum. „Ég veit að þetta mun allt blessast, það gengur mjög vel hjá okkur í Kringlunni og nýja vefverslunin okkar gengur ofsalega vel.“ Þá segist Tinna vona að sem flestar verslanir og veitingastaðir muni standa ástandið af sér og það muni lifna aftur við í sumar. Íslendingar þurfi að standa saman, versla við þær verslanir sem séu þeim kærar og fara á veitingastaði. „Saman komumst við í gegnum þetta og þetta blessast allt hjá okkur.“ Viðskipti Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms Hönnunarhúss, hefur ákveðið að loka verslun Hríms á Laugavegi endanlega eftir átta ára rekstur. Frá þessu greinir Tinna Brá í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir reksturinn hafa kostað blóð, svita og tár, hún hafi alltaf elskað Laugaveginn en staðan sé einfaldlega ekki góð. Þá sé ekki útlit fyrir að hún fari batnandi næsta árið. „Ég tel þó að þetta verði vonandi þess valdandi að leiguverð lækki og einstöku verslanirnar & veitingastaðirnir okkar þar lifi áfram. Stjórnvöld þurfa líka að grípa hratt þarna inn í til að fá sem mest líf á ný í líflegustu götu borgarinnar okkar,“ skrifar Tinna Brá í færslunni. Eftir að hafa syrgt verslunina við Laugaveg í nokkra daga hafi hún fundið fyrir miklum létti eftir ákvörðunina. Starfsfólk hennar hafi tekið ákvörðuninni með æðruleysi og lagt sig fram við að laga sig að breyttum aðstæðum. „Ég veit að þetta mun allt blessast, það gengur mjög vel hjá okkur í Kringlunni og nýja vefverslunin okkar gengur ofsalega vel.“ Þá segist Tinna vona að sem flestar verslanir og veitingastaðir muni standa ástandið af sér og það muni lifna aftur við í sumar. Íslendingar þurfi að standa saman, versla við þær verslanir sem séu þeim kærar og fara á veitingastaði. „Saman komumst við í gegnum þetta og þetta blessast allt hjá okkur.“
Viðskipti Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun