Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank 30. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember. Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember.
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira