Sport

„Gerði mig sterkari“

Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu .

Fótbolti

Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leik­manninum“

Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla.

Fótbolti

„Á loka­mínútum viljum við að leik­mennirnir ráði úr­slitum“

Njarðvík mætti Keflavík í stórkostlegum grannaslag þegar 20.umferð Subway deild kvenna lauk í kvöld. Þrátt fyrir frábæra baráttu þá voru það gestirnir í Keflavík sem höfðu betur með einu stigi, 74-75 en Daniela Wallen tryggði Keflavík sigurinn með því að setja niður vítaskot þegar undir sekúnda var eftir.

Körfubolti

„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“

Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands.

Handbolti

Dagur tekur við króatíska lands­liðinu

Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. 

Handbolti