Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. júní 2025 21:47 Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni. „Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira
„Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira