Skoðun

Um traust og van­traust

Benedikt S. Benediktsson skrifar

Traust er ein meginundirstaða viðskipta. Alþingi hefur í ýmsu tilliti stutt við bak einstaklinga og ýmissa hópa til að stuðla að jafnri stöðu í viðskiptum. Til grundvallar liggur sú hugmynd að jöfn staða stuðli að trausti og tilvist trausts liðki fyrir viðskiptum. Viðskipti eru meðal forsendna þróunar, framleiðni, nýsköpunar, tæknibreytinga o.fl.

Skoðun

Mikil­vægi sam­keppni

Breki Karlsson skrifar

Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur.

Skoðun

Hvað kostar krónan heimilin?

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan kostnað krónan leggur á heimilin og hvort hún raunverulega bætir líf okkar.

Skoðun

Réttur til sam­búðar á hjúkrunarheimilum

Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Það er eins og við séum slit­in í sund­ur, það er ekki hægt að segja annað, og ein­mitt þegar kannski væri mest þörf­in fyr­ir stuðning.” Þetta sagði viðmæl­andi í Kast­ljós­sviðtali árið 2013. Eig­in­kona hans þurfti að flytj­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heil­sum­at. Maður­inn heim­sótti kon­una sína dag­lega í þrjú ár.

Skoðun

Maðurinn sem ætlaði að fá lánaðan tjakkinn.

Einar Helgason skrifar

Hún er góð sagan af manninum sem ætlaði að fá lánaðan tjakkinn hjá bóndanum á sveitabænum. Reyndar geri ég ráð fyrir að margir af þeim sem lesa þessar línur hafi heyrt þennan brandara en ég læt hann samt flakka hérna. En það var þannig að það var maður á ferð í bíl sínum eftir fáförnum sveitavegi þegar það sprakk á einu dekki undir bílnum.

Skoðun

Til stuðnings Krist­rúnu Frostadóttur

Haukur Arnþórsson skrifar

Nú býðst sósíaldemókrötum og vinstri mönnum að sameinast um ábyrga stefnu í útlendingamálum – og fleiri málum. Ekki er óhugsandi að einhverjum hafi þótt mál til komið.

Skoðun

„Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir fjórum árum síðan samþykktu ríki Evrópusambandsins að komið yrði á viðamiklu styrktarkerfi vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk, Austurríki, Holland og Svíþjóð höfðu barizt gegn kerfinu en drógu síðan í land og beittu sér einkum gegn því með stuðningi Þýzkalands og síðar Finnlands að það byggði á sameiginlegri skuldaábyrgð ríkjanna. 

Skoðun

Fjöl­skyldan í önd­vegi í Ölfusi

Elliði Vignisson skrifar

Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel.

Skoðun

Uppreisnarhaf ís­lenskunnar

Helen Cova skrifar

Dagurinn var kaldur; eins og allir dagar á Íslandi. Ég man hvað ég var spennt. Ég var búin að læra ómissandi orð. Ég var búin að læra að segja góðan daginn „gondain“ og tölurnar upp í tíu: „ein, tueir, trir, fiorir, fim, secs, shiu, auta, niu, tiu.“ Svo var ég með aðra setningu upp í erminni: „eki ropa nuna,“ endurminning úr kvöldmatarboði með krökkum, en ég átti ekki von á því að þurfa að nota hana; ekki heldur „tac firir matin“ eða „lugreglan“ – nauðsynlegt orð fyrir konu sem er ein í nýju landi.

Skoðun

Hart er sótt að Hamars­dal

Stefán Skafti Steinólfsson skrifar

Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi.

Skoðun

Arð­greiðslur í sjávar­út­vegi eru eðli­legar og nauð­syn­legar

Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Það er engum vafa undirorpið að sjávarútvegur hefur verið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og lagt grunn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Á árum áður átti íslenskt hagkerfi allt undir sjávarútvegi enda var atvinnulífið mun fábrotnara á þeim tíma og stóð sjávarútvegur nánast einn að gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins.

Skoðun

Hver er svo sem ekki með hálfa milljón í rass­vasanum?

Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar

Það er enginn undirbúinn fyrir það að greinast með krabbamein, hvað þá heldur aðstandendurnir sem elska hann, hafa planað og séð fyrir sér alla framtíðina með viðkomandi. Ég hef því miður reynslu af þessu sem aðstandandi. Það má segja að sorgarferlið byrji strax frá upphafi þar sem maður fer að hugsa um hvað af því sem maður hafði séð fyrir sér sé ekki að fara að verða að veruleika ef allt fer á versta veg.

Skoðun

Sig­mundi Davíð svarað

Björn Bjarnason skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer mikinn hér á Vísi fimmtudaginn 4. júlí. Hann telur hæfa málstað sínum að uppnefna Sjálfstæðisflokkinn. Annað efni greinarinnar er í sama anda.

Skoðun

Líf og dauði leikur á hnífs­egg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar

Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða.

Skoðun

Mengum meira

Heiðar Guðjónsson skrifar

Nú blasir við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar semrafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga grænaorku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum.

Skoðun

Hvað verður um Kára?

Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári.

Skoðun

Hik er sama og tap

Ingólfur Sverrisson skrifar

Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi.

Skoðun

Af hverju leka gluggar fyrr en áður?

Böðvar Bjarnason skrifar

Fróður maður sagði eitt sinn við mig að einungis væru til tvær gerðir af gluggum, þeir sem leka og þeir sem ættu eftir að leka. Í nýbyggingum í dag virðist það fyrsta sem fer úrskeiðis vera gluggarnir. En hvers vegna? Gluggar eru nauðsynlegir í byggingum til að hleypa dagsbirtu inn og tryggja möguleika á að hleypa inn fersku útilofti.

Skoðun

Að óttast blokkir

Ásta Logadóttir skrifar

Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir.

Skoðun

Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir skrifa

Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum.

Skoðun