Skoðun

Gervi­greindin og at­vinnu­lífið

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri.

Skoðun

Eiga í­búðir að vera heimili fólks eða fjár­festingar­kostur og munaðar­vara? - Seinni hluti

Magnea Marinósdóttir skrifar

Skv. samanburðarrannsókn frá 2019 sem náði til 20 landa innan Evrópusambandsins kom í ljós að um 15% af öllu húsnæði að meðaltali er viðbótarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila sem eru flokkaðir í tvo flokka, þ.e. „private landlords“ og „buy-to-let landlords“ frekar en verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða eða stærri fjárfesta eða fjárfestingasjóða (e. institutional landlords).

Skoðun

Hinn stóri pakki ó­sýni­legrar reynslu

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Hinn stóri pakki ósýnilegrar reynslu hefur verið reynsla margra fyrir tíma leyfis til tjáskipta um erfiða reynslu. Veruleikamynd til að útskýra sig þegar dýpt tilfinninga var ekki til í málinu heldur.

Skoðun

GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG

Guðrún Njálsdóttir skrifar

Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“.

Skoðun

Eru sumir ís­lenskir stjórn­mála­menn að berg­mála á­róður Kremlar?

Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Á undanförnum árum hefur hugmyndin um hnignun vestrænnar menningar og árásir á hefðbundin gildi orðið áberandi í stjórnmálaumræðu víða um heim. Þetta er ekki tilviljun, heldur afleiðing markvissrar áróðursherferðar frá rússneskum stjórnvöldum, samkvæmt ýmsum rannsóknum og fréttum.

Skoðun

Beðið eftir orku­mála­ráð­herra

Eggert Valur Guðmundsson og Gunnar Aron Ólason skrifa

Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Skoðun

„Við verðum að fylgja lögum“

Hópur listafólks skrifar

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn.

Skoðun

Ég er ekki alki

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí?

Skoðun

„Þetta reddast“ og heilsan að húfi?

Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa

Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi.

Skoðun

Nauð­syn náms­gagna

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa

Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Skoðun

Hvort er á­nægju­legra, kyn­líf eða verslunar­leið­angur?

Gró Einarsdóttir skrifar

Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti.

Skoðun

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Margítrekaðar tilraunir til þess að reyna að fá skýringar á því hvers vegna stjórnvöld ákváðu skyndilega að hætta að halda uppi vörnum gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur krafizt þess að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar innlendri lagasetningu, hafa engan árangur borið.

Skoðun

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun

Mann­réttinda­brot á vinnu­markaði

Helgi Brynjarsson skrifar

Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu.

Skoðun

Af hverju vilja lyfja­fyrir­tæki ekki að lyfjahampur verði lög­leiddur?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Lyfjahampur, sem inniheldur kannabisefni eins og THC og CBD, hefur vaxið í vinsældum sem náttúruleg meðferð við mörgum sjúkdómum, þar á meðal langvinnum verkjum, gigt og flogaveiki. Hins vegar hafa mörg stór lyfjafyrirtæki sýnt minni áhuga á því að styðja lögleiðingu lyfjahamps, sem vekur upp spurningar um hver ástæðan sé á bak við þessa tregðu.

Skoðun

Hvað á ég að gera í því?

María Rut Hinriksdóttir skrifar

Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert.

Skoðun

Gætum við verið betri hvert við annað?

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar.

Skoðun

Þar sem náttúran tapar

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands.

Skoðun

Fjár­festing í há­skólum

Magnús Karl Magnússon skrifar

Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt.

Skoðun

Orkunýlendan Ís­land?

Bjarni Jónsson skrifar

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum.

Skoðun

Ég vil ekki þennan veru­leika

Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar

Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir.

Skoðun

Grímulaus grænþvottur

Dofri Hermannsson skrifar

SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis.

Skoðun

Sam­rýmist það sam­fé­lags­legri á­byrgð ef fyrir­tæki þitt er aðili að Við­skipta­ráði?

Andri Snær Magnason skrifar

Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. 

Skoðun

Skortur á serótónín

Gunnar Dan Wiium skrifar

Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um skerta samkennd og hnignun í siðferði í samfélaginu. Eins og að fólk vakni í smá stund þegar meðbræður og systur á öllum aldri eru myrt og svikin. Í þessu litla samfélagi sem við búum í eru allir á einhvern hátt tengd svo allir þekkja einhvern sem allavega þekkir einhvern sem upplifir missir og ómælda sorg. Þessi sorg vekur okkur, opnar augu okkar í eitt augnablik þar sem við spyrjum gildra spurninga. Af hverju gerast þessir hlutir og hvar liggur orsakasamhengið?

Skoðun