Lífið

Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítil­fjör­legt“ hús

Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu.

Lífið

Vilja vekja athygli á því að rusl er gull

RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest.

Menning

Dua Lipa stödd á Íslandi

Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl.

Lífið

Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“

Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu.

Tónlist

Gamlir mótherjar mætast á Landsmóti UMFÍ 50+

„Þarna fær maður tækifæri til að rifja upp mjög gamla takta og spila við gamla keppinauta sem maður hefur kannski ekki séð í mörg ár. Keppnisandinn er enn til staðar og menn stífna upp í vöðvum og fá tak í nára, sem er mjög vinsælt á Landsmótinu 50+. Ég fékk einmitt tak aftan í læri á síðasta móti þannig að þetta kemur fyrir bestu menn,“ segir Garðar Jónsson en hann tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi 24. til 26. júní.

Lífið samstarf

Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe

Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan.

Lífið

Heima er best: Kolbrún Anna Vignisdóttir

Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir býr ásamt maka sínum Sölva Bernódusi Helgasyni og hundinum Brún í risíbúð sem er staðsett í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík.

Lífið

Philip Baker Hall er látinn

Leikarinn Philip Baker Hall er látinn, 90 ára að aldri. Frá þessu var greint í dag og dánarorsök ekki getið en vitað er að leikarinn glímdi við lungnaþembu.

Lífið

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?

Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.

Menning

Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið

Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið.

Menning

Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“

Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar.

Lífið

Ó­geðs­legt en líka „low key æðis­legt“ að flaka fisk

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 

Lífið

Staðfesta loks nýja þáttaröð Squid game

Forsvarsmenn Netflix hafa loks gert samkomulag við framleiðendur og leikara Squid Game um að gera nýja þáttaröð af hinum gífurlega vinsælu þáttum frá Suður Kóreu. Þættirnir, sem voru gerðir í Suður-Kóreu, eru þeir vinsælustu í sögu streymisveitunnar.

Bíó og sjónvarp

Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó

Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins.

Lífið

Komu að tjald­svæðinu lokuðu og enduðu sem tjald­verðir

Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir.

Lífið

Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi

Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut.

Menning

Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn

Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið.

Lífið