Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2023 10:14 Ástin og gleðin voru svo sannarlega við völd í gærkvöldi. Búningarnir voru stórkostlegir og sumir ansi ógnvekjandi, eins og tvíburarar þeirrar Sunnevu og Baltasars. Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta. Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Meginþorri gesta kom af höfuðborgarsvæðinu og mætti á föstudeginum þar sem hitað var upp í karaókí á kaffihúsinu Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík. Fleira en kaffi var þó drukkið það kvöld enda myndaðist mikil stemmning. Margur söngfuglinn var mættur norður. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju á laugardeginum þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. Listakonan Ásdís Þula Þorláksdóttir sagði á Instagram aldrei hafa hlegið jafnmikið og grátið í brúðkaupi. Í framhaldinu hófst mikið grímuball þar sem hver ofurhetjan, kvikmyndastjarnan eða tónlistargoðsögnin mætti í veislusalinn. Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir voru á svæðinu, Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Sandra Barilli, Árni Sveinsson, Guðmundur Óskar, Kristín Morthens, Jón Mýrdal og margir margir fleiri. View this post on Instagram A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson) Ari Eldjárn var á meðal ræðumanna og sagði skondnar sögu af þeim Hugleiki en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gert grínið að ævistarfi sínu. Í stað brúðkaupstertu var útbúin pinjata sem Hugleikur og Karen, í ofurhetju búningi annars vegar og hræðilegum búningi hins vegar, gerðu sitt til að opna - eða slá köttinn úr tunnunni eins og það hefur verið kallað á íslensku. Snorri Helgason var í búningi Bítils, Saga er ólétt og brá sér í gervi Marge Gunderson - óléttrar lögreglukonu í bíómyndinni Fargo. Parið Baltasar og Sunneva voru frábær í hlutverki tvíburanna í The Shining eftir Stephen King. Fleiri stórkostlega búninga mátti sjá og greinilega mikill metnaður meðal veislugesta.
Dalvíkurbyggð Tímamót Brúðkaup Hrekkjavaka Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira