Lífið

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Lífið

Toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli

Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík.

Lífið samstarf

Rappa um verka­lýðinn, sam­einað Ír­land og mál­vernd

Írska rapptríóið Kneecap hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og það bæði af góða og slæma toganum. Það er kannski helst fyrir ögrandi textasmíð og krassandi framkomu. Í lögum sínum láta þeir í ljós vanþóknun sína á hendur ráðandi öflum, stuðning þeirra við hinn umdeilda Írska lýðveldisher og ýmislegt fleira lítt ríkisútvarpshæft.

Tónlist

Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu

Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug.

Lífið

Fyrsta stikla GTA 6 væntan­leg í desem­ber

Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út.

Leikjavísir

„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmti­legasta“

„Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Menning

Ein­stakar skandinavískar húðvörur

Sanzi Beauty er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Fyrsta vara vörumerkisins var augnháraserum sem sló alveg rækilega í gegn. Fullkomið magn af virkum efnum í bland við efni sem næra, styrkja og vernda augnhárin.

Lífið samstarf

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt

Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Lífið

Glæsikerra súkkulaðierfingjans komin á einkanúmer

Fjölmiðlamaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, gaf tónlistarmanninum, Pat­rik Snæ Atlasyni, eða Prettyboitjokkó, einkanúmerið PBT í 29 ára afmælisgjöf í síðustu viku. Slík gjöf kostar tæpar 70 þúsund krónur. 

Lífið

Hver vill villu ömmu Villa Vill?

Gamalt og fallegt steinhús við botn Ísafjarðardjúps, þekkt sem Kastalinn er til sölu. Um er að ræða 94 fermetra hús á tveimur hæðum sem var reist árið 1928. Eignin stendur á 2500 fermetra lóð. Á lóðinni er 72 fermetra geymslu­hús sem er hálfhrunið.

Lífið

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Lífið

„Við erum ó­­­mögu­­legir án hvor annars“

Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman.

Makamál