Kvennaathvarfið á allra vörum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 10:53 Frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur. Aðsend Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum. Kvennaathvarfið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum.
Kvennaathvarfið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira