Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2025 07:04 Haukur og félagar höfðust við í pínulitlu snjóhúsi, svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. Stöð 2 „Við áttuðum okkur á að við urðum að reyna að grafa okkur inn í snjóhús. En snjórinn var grjótharður. Við vorum með skóflu og ísaxir og byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það hefðu einhverjir af okkur drepist þarna fljótlega. Þetta tók átta klukkutíma,“ segir Haukur Gunnarsson, björgunarsveitarmaður í áhrifaríku viðtali í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum. Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Dreymir um að verða rithöfundur Lífið Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Menning Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Fleiri fréttir Íslenska ullin rauði þráðurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Sjá meira
Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum.
Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Dreymir um að verða rithöfundur Lífið Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Menning Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Fleiri fréttir Íslenska ullin rauði þráðurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Sjá meira