Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 13:32 Kristbjörg segir óumbeðnar ráðleggingar um fegrunaraðgerðir geta haft áhrif á sjálfstraust fólks. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness) Heilsa Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)
Heilsa Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira