Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 17:09 Smjörklípukallarnir tveir, Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson, ásamt Áslaugu Örnu. Vísir/Sara Rut Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni. Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit. Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit.
Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið