

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá Val. Hún samdi við Val fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH sumarið 2020.
Tveir leikmenn Pepsi Max-deildarliðs Víkings eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist leikmann Fylkis sem er með kórónuveiruna.
Heimir Guðjónsson hefur tvisvar tekið við mjög góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en það er líka langt síðan að Ólafur hefur unnið hann í deildarleik.
KA hefur tryggt sér krafta fyrrverandi leikmanns félagsins sem ætlað er að draga úr högginu við það að miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason hafi verið seldur til Lecce á Ítalíu.
Leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla hefur greinst með kórónuveiruna en vefmiðillinn 433.is greinir frá þessu í kvöld.
Katrín Ásbjörnsdóttir var í miklu stuði á Kópavogsvelli í kvöld þegar Stjarnan hafði betur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en hún skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri.
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig í Kópavog. Breiðablik mistókst því að komast á toppinn.
Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Sauðárkróki í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna. Einn leikurinn endaði markalaus en í hinum var nóg um að vera.
Lið ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefur komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok þeirra Andra Ólafssyni, aðalþjálfara, og Birkis Hlynssonar, aðstoðarþjálfara.
Nýliðar Leiknis Reykjavíkur hafa komið verulega á óvart í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir sigur liðsins á Víkingum – sem voru taplausir fyrir leikinn - er liðið komið með 11 stig að loknum 10 leikjum og situr í 9. sæti.
Valur lenti ekki í miklum vandræðum með nýliða Keflavíkur í áttundu umferð Pepsi Max deildar kvenna er liðin mættust á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 4-0.
Þrjú víti fóru forgörðum í Eyjum er Þróttur skaust í fjórða sætið með 2-1 sigri á ÍBV.
„Ég hefði viljað þrjú stig. Við vorum svo nálægt því og við lögðum svo mikið púður í það að ná í þessi þrjú stig hefði verið sanngjarnt en eitt stig er rauninn í dag og við þurfum bara að taka því,“ sagði Andri Hjörvari þjálfari Þór/KA eftir 0-0 jafntefli á móti Fylki á heimavelli í dag.
Þór/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag fyrir norðan.
Botnlið Pepsi Max deildar karla hefur sótt hollenska varnarmanninn Wout Droste. Þá segist Ísak Snær Þorvaldsson ætla að vera áfram í herbúðum ÍA en lánssamningur hans á að renna út á næstu dögum.
Eggert Aron Guðmundsson nýtti svo sannarlega tækifærið er hann kom inn af bekknum í leik KR og Stjörnunnar í Pepsi Max deildinni. Þessi 17 ára gamli táningur gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið ásamt því að ógna sífellt með hraða sínum og krafti.
Alls voru 10 mörk skoruð í leikjunum þremur sem fram fóru í Pepsi Max deild karla í gærkvöld.
Elleftu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld samkvæmt vef KSÍ. Það hefur mikið gengið á síðustu tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last.
Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson.
Hollenski markvörðurinn Guy Smit átti stóran þátt í því að Víkingur tapaði í fyrsta sinn í sumar, með frábærum markvörslum fyrir Leiknismenn í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.
Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta.
„Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta.
Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur í leikslok þegar Skagamenn gerðu 2-2 jafntefli við Keflavík á Akranesi í kvöld.
Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur.
„Það bara eiginlega ekkert betra en að vinna á KR vellinum, held ég. Geggjaðar aðstæður, algjört logn og flottur völlur. Þannig þetta er bara geggjað, “ sagði sigurreifur Haraldur Björnsson að loknum 2-1 endurkomu sigri Stjörnunnar á KR í kvöld.
Skagamenn eru enn á botni Pepsi Max deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Keflavík í kvöld. ÍA komst í 2-0 en glutraði niður forystunni.
Sverrir Páll Hjaltested fékk gullið tækifæri til að klára leik Vals og Fylkis í Pepsi Max deild karla. Valur var 1-0 yfir þegar Sverrir Páll fékk mögulega besta færi sumarsins, hann skaut yfir og Fylkir jafnaði skömmu síðar. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir stórleiknum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þegar Valur heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks.