Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 16:30 Úr leik FH og Leiknis Reykjavíkur í umferðinni. Vísir/Hulda Margrét 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira