Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið gegn HK í kvöld. vísir/Hulda Margrét KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. KR er nú með 29 stig í 5. sæti, fjórum stigum á eftir Víkingi sem er í 2. sæti. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Evrópukeppni og einnig 3. sætið ef að annað af tveimur efstu liðunum vinnur bikarmeistaratitilinn. HK-ingar, sem áttu skot í stöng og slá, og fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik, eru hins vegar enn í fallsæti. Þeir eru næstneðstir með 13 stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni og Fylki. Það var því mikið undir fyrir bæði lið í kvöld og kannski var Arnþór Ingi Kristinsson of meðvitaður um það þegar hann fékk tvö gul spjöld á fyrstu tíu mínútum leiksins og var sendur í bað. Ég gat ekki betur séð en að Elías Ingi Árnason dómari hefði haft rétt fyrir sér þegar hann gaf Arnþóri fyrst spjald fyrir að stappa á tám Jóns Arnars Barðdal og svo fyrir að slæma skömmu síðar hendi í Birni Snæ Ingason. HK-ingar voru mjög kraftmiklir eftir þetta og afar óheppnir að ná ekki að skora í fyrri hálfleiknum. KR-ingar gerðu það sem þeir urðu að gera; vörðust skipulega og beittu skyndisóknum, og fengu markið mikilvæga um miðjan fyrri hálfleik þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði eftir góðan undirbúning Stefáns Árna Ægissonar. Áfram sóttu heimamenn hins vegar og eftir að hafa verið sviknir um vítaspyrnu þegar brotið var á Stefani Alexander Ljubicic fengu þeir víti á 37. mínútu þegar skot Jóns Arnars fór í hönd Grétars Snæs Gunnarssonar. Birnir tók vítið en þrumaði boltanum yfir markið. KR-ingar náðu að halda betur aftur af HK í seinni hálfleiknum en þó átti Atli Arnarson þrumuskot í þverslá og Ásgeir Marteinsson fékk svo besta færi heimamanna undir lokin en skaut í stöng og út. Af hverju vann KR? Það voru allir í KR-liðinu tilbúnir að hlaupa úr sér lifur og lungu, eins og til þurfti eftir rauða spjaldið, og átti nokkrar hættulegar skyndisóknir þegar færi gafst. Liðið hafði þó heppnina með sér í örfá skipti eins og fyrr segir. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Tómas Pálmason var tveggja manna maki í liði KR; afar öflugur í vörninni, kvikur og ákveðinn, en virkur í að búa til sóknir fram á við sömuleiðis bæði með sprettum úr vörninni og góðum sendingum. Hann stóð upp úr í afar vinnusömu liði KR frá aftasta til fremsta manns, en Kennie Chopart naut sín einnig mjög vel sem fyrirliði og létti á vörninni með endalausum hlaupum fram og aftur til að taka þátt í sóknarleiknum. Stefán Árni Geirsson var mjög líflegur fram á við og gerði vel í að leggja upp sigurmarkið. Hjá HK var Atli Arnarson mjög góður á miðjunni og óheppinn að skora ekki. Jón Arnar skapaði hættu í fyrri hálfleiknum og þeir Birnir Snær og Stefan létu hafa mikið fyrir sér en alla vantaði þá örlítið upp á til að uppskera. Hvað gekk illa? Það er auðvitað dapurt hjá HK að hafa ekki náð að skora, manni fleiri í 80 mínútur, burtséð frá því hvort liðið skapaði sér færi til þess eða ekki. Lítið sem ekkert kom út úr Valgeiri Valgeirssyni, Birnir klúðraði víti og fleiri fengu góð tækifæri til að skora. Arnþór Ingi verður svo að þakka liðsfélögum sínum það að vera ekki skúrkur kvöldsins. Hvað gerist næst? Fyrst að HK vinnur ekki svona leiki er útlitið afar dökkt hjá liðinu. Önnur úrslit í umferðinni féllu hins vegar með HK-ingum og nú ríður á að þeir safni stigum í næstu leikjum, gegn Leikni og Keflavík. Næsti leikur liðsins er við Leikni í Breiðholti á mánudagskvöld. KR sækir hins vegar botnlið ÍA heim á sunnudaginn. Brynjar: Gerðum nóg til að vinna leikinn „Ég er svekktur með úrslitin. Hvort sem við vorum manni fleiri eða jafnmargir inni á vellinum þá sköpuðum við nógu mikið af færum til að vinna leikinn, finnst mér. Við hefðum getað komið okkur í mjög góða stöðu rétt fyrir hálfleik með því að skora úr víti og jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. Þeir skoruðu mark og gátu legið aðeins til baka,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK. „Seinni hálfleikurinn spilaðist týpískt fyrir lið sem er manni færra. Þeir voru margir fyrir aftan boltann, fyrir framan sinn teig, og erfitt að finna pláss til að spila inn í. Það er þá helst fyrirgjafir og skot fyrir utan teig sem hefðu getað gefið okkur eitthvað. Atli átti skot í slá, Örvar skalla yfir í ágætis möguleika, Geiri skot í stöng… ég gæti örugglega talið tvö, þrjú atvik í viðbót. Við gerðum nóg til að vinna leikinn, burtséð frá því hvort við vorum manni fleiri eða ekki,“ sagði Brynjar. Það var nokkur hiti í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hvernig fannst Brynjari sínir menn höndla það? „Það var á kafla í fyrri hálfleik sem mér fannst við ekki vera að gera það sem við áttum að gera. Við verðum að muna að leikurinn breytist ekkert þó að annað liðið missi mann. Það þarf að halda skipulagi og strúktúr en leikurinn fór svolítið út um allt, sem hentar okkur ekki. En það er gaman þegar það er hiti í þessu. Þannig á það bara að vera.“ HK er enn þremur stigum frá öruggu sæti og það eina góða við kvöldið í kvöld fyrir HK er að önnur úrslit féllu með liðinu: „Menn eru búnir að leggja allt í þetta og við höldum því áfram á meðan að við erum enn inni í þessu. Ég horfi nú ekki mikið á töfluna. Við reynum að hugsa um okkur og sjá til þess að við gerum réttu hlutina, innan sem utan vallar. Ef við gerum það, og spilum eins og í dag og gegn FH þar sem við fengum góð úrslit, þá hef ég engar gríðarlegar áhyggjur. En taflan lýgur ekki og við þurfum stig.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK KR
KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. KR er nú með 29 stig í 5. sæti, fjórum stigum á eftir Víkingi sem er í 2. sæti. Tvö efstu sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Evrópukeppni og einnig 3. sætið ef að annað af tveimur efstu liðunum vinnur bikarmeistaratitilinn. HK-ingar, sem áttu skot í stöng og slá, og fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik, eru hins vegar enn í fallsæti. Þeir eru næstneðstir með 13 stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni og Fylki. Það var því mikið undir fyrir bæði lið í kvöld og kannski var Arnþór Ingi Kristinsson of meðvitaður um það þegar hann fékk tvö gul spjöld á fyrstu tíu mínútum leiksins og var sendur í bað. Ég gat ekki betur séð en að Elías Ingi Árnason dómari hefði haft rétt fyrir sér þegar hann gaf Arnþóri fyrst spjald fyrir að stappa á tám Jóns Arnars Barðdal og svo fyrir að slæma skömmu síðar hendi í Birni Snæ Ingason. HK-ingar voru mjög kraftmiklir eftir þetta og afar óheppnir að ná ekki að skora í fyrri hálfleiknum. KR-ingar gerðu það sem þeir urðu að gera; vörðust skipulega og beittu skyndisóknum, og fengu markið mikilvæga um miðjan fyrri hálfleik þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði eftir góðan undirbúning Stefáns Árna Ægissonar. Áfram sóttu heimamenn hins vegar og eftir að hafa verið sviknir um vítaspyrnu þegar brotið var á Stefani Alexander Ljubicic fengu þeir víti á 37. mínútu þegar skot Jóns Arnars fór í hönd Grétars Snæs Gunnarssonar. Birnir tók vítið en þrumaði boltanum yfir markið. KR-ingar náðu að halda betur aftur af HK í seinni hálfleiknum en þó átti Atli Arnarson þrumuskot í þverslá og Ásgeir Marteinsson fékk svo besta færi heimamanna undir lokin en skaut í stöng og út. Af hverju vann KR? Það voru allir í KR-liðinu tilbúnir að hlaupa úr sér lifur og lungu, eins og til þurfti eftir rauða spjaldið, og átti nokkrar hættulegar skyndisóknir þegar færi gafst. Liðið hafði þó heppnina með sér í örfá skipti eins og fyrr segir. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Tómas Pálmason var tveggja manna maki í liði KR; afar öflugur í vörninni, kvikur og ákveðinn, en virkur í að búa til sóknir fram á við sömuleiðis bæði með sprettum úr vörninni og góðum sendingum. Hann stóð upp úr í afar vinnusömu liði KR frá aftasta til fremsta manns, en Kennie Chopart naut sín einnig mjög vel sem fyrirliði og létti á vörninni með endalausum hlaupum fram og aftur til að taka þátt í sóknarleiknum. Stefán Árni Geirsson var mjög líflegur fram á við og gerði vel í að leggja upp sigurmarkið. Hjá HK var Atli Arnarson mjög góður á miðjunni og óheppinn að skora ekki. Jón Arnar skapaði hættu í fyrri hálfleiknum og þeir Birnir Snær og Stefan létu hafa mikið fyrir sér en alla vantaði þá örlítið upp á til að uppskera. Hvað gekk illa? Það er auðvitað dapurt hjá HK að hafa ekki náð að skora, manni fleiri í 80 mínútur, burtséð frá því hvort liðið skapaði sér færi til þess eða ekki. Lítið sem ekkert kom út úr Valgeiri Valgeirssyni, Birnir klúðraði víti og fleiri fengu góð tækifæri til að skora. Arnþór Ingi verður svo að þakka liðsfélögum sínum það að vera ekki skúrkur kvöldsins. Hvað gerist næst? Fyrst að HK vinnur ekki svona leiki er útlitið afar dökkt hjá liðinu. Önnur úrslit í umferðinni féllu hins vegar með HK-ingum og nú ríður á að þeir safni stigum í næstu leikjum, gegn Leikni og Keflavík. Næsti leikur liðsins er við Leikni í Breiðholti á mánudagskvöld. KR sækir hins vegar botnlið ÍA heim á sunnudaginn. Brynjar: Gerðum nóg til að vinna leikinn „Ég er svekktur með úrslitin. Hvort sem við vorum manni fleiri eða jafnmargir inni á vellinum þá sköpuðum við nógu mikið af færum til að vinna leikinn, finnst mér. Við hefðum getað komið okkur í mjög góða stöðu rétt fyrir hálfleik með því að skora úr víti og jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. Þeir skoruðu mark og gátu legið aðeins til baka,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK. „Seinni hálfleikurinn spilaðist týpískt fyrir lið sem er manni færra. Þeir voru margir fyrir aftan boltann, fyrir framan sinn teig, og erfitt að finna pláss til að spila inn í. Það er þá helst fyrirgjafir og skot fyrir utan teig sem hefðu getað gefið okkur eitthvað. Atli átti skot í slá, Örvar skalla yfir í ágætis möguleika, Geiri skot í stöng… ég gæti örugglega talið tvö, þrjú atvik í viðbót. Við gerðum nóg til að vinna leikinn, burtséð frá því hvort við vorum manni fleiri eða ekki,“ sagði Brynjar. Það var nokkur hiti í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hvernig fannst Brynjari sínir menn höndla það? „Það var á kafla í fyrri hálfleik sem mér fannst við ekki vera að gera það sem við áttum að gera. Við verðum að muna að leikurinn breytist ekkert þó að annað liðið missi mann. Það þarf að halda skipulagi og strúktúr en leikurinn fór svolítið út um allt, sem hentar okkur ekki. En það er gaman þegar það er hiti í þessu. Þannig á það bara að vera.“ HK er enn þremur stigum frá öruggu sæti og það eina góða við kvöldið í kvöld fyrir HK er að önnur úrslit féllu með liðinu: „Menn eru búnir að leggja allt í þetta og við höldum því áfram á meðan að við erum enn inni í þessu. Ég horfi nú ekki mikið á töfluna. Við reynum að hugsa um okkur og sjá til þess að við gerum réttu hlutina, innan sem utan vallar. Ef við gerum það, og spilum eins og í dag og gegn FH þar sem við fengum góð úrslit, þá hef ég engar gríðarlegar áhyggjur. En taflan lýgur ekki og við þurfum stig.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti