Ekkert fær stöðvað frábæra Framara sem stefna hraðbyr á sæti í efstu deild að ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 13:30 Ólafur Íshólm hefur verið frábær í marki Fram í sumar. Hann á enn eftir að fá á sig mark á útivelli. Vísir/HAG Eftir súran endi á sumrinu 2020 er Fram svo gott sem komið upp úr Lengjudeild karla í knattspyrnu þó enn séu sex umferðir eftir af deildinni. Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti