Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Árni Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 21:36 Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira