Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:45 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti