Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 2-1 | Valsmenn gerðu nóg til að ná í stigin þrjú Árni Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2021 22:06 Sigurður Egill skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/bára Valsmenn unnu Keflvíkinga 2-1 fyrr í kvöld í bráðfjörugum leik þar sem tvö mörk dugðu þeim en hefðu getað verið mikið fleiri. Gestirnir náðu að stríða Valsmönnum en ekki nóg til að fá eitthvað út úr þessum leik. Leikurinn var mjög fjörugur og höfðu menn orð á því í blaðamannastúkunni að þetta væri líklega skemmtilegasti leikur sem hefði farið fram á Hlíðarenda í sumar. Bæði lið voru staðráðin í að sækja en Valsarar voru betri aðilinn lengi vel og gæði þeirra skinu í gegn á löngum köflum. Þeir fundu leiðir inn fyrir vörn gestanna oft og mörgum sinnum og með réttu hefði lokamarkatalan átt að vera hærri. Heimamenn komust yfir strax á níundu mínútu leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk þá sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og mætti þar Sindra markmanni gestanna. Í stað þess að reyna skot þá var hann var um aðstæður sínar og renndi boltanum örlítið til vinstri og fann þar Sigurð Egil Lárusson sem kom aðvífandi og renndi boltanum í autt markið. Heimamenn komnir með forystu og vel að því komnir en færin höfðu ekki látið á sér standa fyrstu mínúturnar. Keflvíkingar lögðust ekki niður heldur héldu í skipulag sitt og voru eftir fyrsta markið ívið betri ef eitthvað er. Þeir komust í margar góðar stöður en náðu ekki að skapa sér færi en úrslitasendingar liðsins vor ekki alveg nógu góðar. Valsmenn héldu þó áfram líka að skapa sér góðar stöður og fengu færi. Þeir uppskáru annað mark sitt á 30. mínútu. Aftur var vörn gestanna sprengd upp og var Sigurður Egill við það að komast í einn á einn stöðu við Sindra Kristinn markvörð. Sindri komst fyrstur í boltann en hreinsun hans tókst ekki betur til en svo að hann sparkaði boltanum í Sigurð og féll boltinn ljúflega fyrir lappir hans. Eftirleikurinn var því auðveldur því markið var autt og forystan tvöföld. Ég efast um að Sigurður hafi skorað tvisvar jafn auðveldlega í sama leiknum á ferli sínum. Keflvíkingar brotnuðu heldur ekki við þetta og héldu áfram að koma sér í stöður og hefðu með örlítilli heppni getað skorað í fyrri hálfleik sem var mjög skemmtilegur. Bæði liðin áttu skot í stöng og var leikið hratt endanna á milli. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan þó enn 2-0 fyrir heimamenn sem voru vel að því komnir að leiða. Valsmenn komu heldur betur sterkir út í seinni hálfleikinn og hefur hálfleiksræðan væntanlega snúist um það að klára leikinn og hleypa gestunum ekki inn í hann. Strax á 46. mín. komst Guðmundur Andri Tryggvason inn fyrir vörn gestanna og náði að lyfta knettinum yfir markvörðinn. Því miður fyrir hann og Valsmenn hafnaði boltinn í stönginni og frákast Orra Sigurðar Ómarssonar var himinhátt yfir. Keflvíkingar náðu svo að nýta sér eitt af færum sínum fimm mínútum síðar. Hornspyrna var framkvæmd og fann boltinn ennið á Christian Volesky sem nikkaði boltanum inn í markteiginn á Ástbjörn Þórðarson sem var um meter frá marki og þrumaði boltanum í þaknetið. Líklega hefur farið um margan Valsmanninn á þessum tímapunkti en reynsla liðsins er þó þannig að þeir réðu vel við mótlætið. Þeir sköpuðu sér mörg færi næstu mínúturnar og voru óheppnir oft að ná ekki að skora og ganga frá leiknum. Það varð til þess að gestirnir úr Keflavík fengu tækifæri til að þjarma að Valsmönnum á lokamínútum leiksins en færi til að skora urðu ekki mörg og þau sem sköpuðust enduðu annað hvort aftur fyrir endamörk eða í hrömmunum á Hannesi. Leiknum lauk því með 2-1 sigri heimamanna sem treysta tak sitt á topp sæti Pepsi Max deildarinnar. Afhverju vann Valur? Það þarf ekkert að fjölyrða um það að Valur er með betra fótboltalið en Keflvíkingar á þessum tímapunkti. Þeir nýttu tvö af færunum sínum en það hefði ekki verið ósanngjarnt ef mörkin hefðu verið einu til þremur fleiri í dag. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa lengi vel að halda sóknarmönnum Vals frá vítateig sínum. Margoft sluppu Valsarar í gegn á bak við bakverði eða miðverði og átti Frans Elvarsson ansi margar tæklingar í teig gestanna til að redda þeim fyrir horn. Keflvíkingar geta prísað sig sæla að ekki hafi farið verr. Báðum liðum gekk svo bölvanlega að reka smiðshöggið á þau færi sem sköpuðust en Keflvíkingar fengu sín færi í leiknum. Bestir á vellinum? Eins og áður segir var leikurinn vel leikinn og eru margir til kallaðir hérna. Sigurður Egill Lárusson gerði vel í því að koma sér í og nýta færin sín en fóstbróðir hans Kristinn Freyr Sigurðsson var einnig mjög góður í að skapa mörg færi. Hannes Þór Halldórsson gerði vel í að grípa það sem grípa þurfti og miðverði Vals voru góðir í halda framherjasveit Keflvíkinga niðri. Hjá Keflvíkingum var Frans Elvarsson góður en hann hafði nóg að gera. Davíð Snær Jóhannsson er vaxandi leikmaður og átti fínan leik sem og Ástbjörn Þórðarson sem gerði vel bæði varnarlega og sóknarlega í dag. Hvað næst? Keflvíkingar eiga annan útileik á miðvikudag. Hann er gegn FH en þessi leikur er hluti af sjöundu umferð og var frestað vegna Evrópukeppni. Miðað við stöðu liðanna í deildinni gæti þessi leikur skipt sköpum og ætti að verða mjög spennandi. Valsmenn fá Stjörnuna í heimsókn eftir tæpa viku og geta saumað saman tvo sigurleiki en Stjarnan hefur verið í brasi. Ef Valsmenn bjóða upp á svipaða frammistöðu og í kvöld þá ætti útkoma þess leiks ekki að vera spurning. Siggi Raggi: Við getum alveg verið ánægðir með margt í leiknum Annar þjálfara Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, var inntur eftir því hvort hann gæti ekki verið ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna þó að útkoman hafi ekki verið góð. „Þetta var ekki allt eins og við vildum en við vitum að Valsmenn eru góðir í fótbolta og með mikinn og góðan mannskap. Við getum alveg verið ánægðir með margt í leiknum. Við brotnuðum ekki þó að við höfum gefið of mörg færi á okkur og verið of opnir í fyrri hálfleik. Við héldum alltaf áfram, uppskárum mark og fengum okkar færi þó að Valur hafi fengið fullmörg færi í dag að þá getum við byggt á ýmsu góðu hjá okkur í dag.“ Sigurður hefur fyrr í sumar talað um að Keflvíkingar þurfi að þora meira að spila fótbolta og var spurður hvort honum finndist að þessi þáttur í þeirra leik væri að koma. Það er að segja að liðið þyrði meira. „Já já, mér fannst við spila ágætlega að mörgu leyti en þetta var of opið. Við gáfum þeim of mörg færi og of auðveld mörk í fyrri hálfleik og það er ekki hægt að gera á móti liði eins og Val sem er mjög mikil gæði og refsar þér í þeim tilvikum. Þetta snýst um líka um að hafa trú á sér og þora og læra af mistökunum og við áttum fínan seinni hálfleik að mörgu leyti.“ Sigurður var þá spurður út í framhaldið en á döfinni eru t.d. tveir leikir gegn FH með skömmu millibili en liðin eru nálægt hvort öðru í deildinni. „Ég held að það séu allt góðir leikir í þessari deild. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar stráka að læra og verða betri og gera sín mistök. Við erum með reynslulítinn og ungan hóp, við höfðum oft talað um það, og lítinn hóp þannig. FH er bara annað verkefni sem við reynum að leysa eins vel og við getum og svo verða stigin talin í lokin. Ég sé ekki betur en að við eigum fínan möguleik á móti FH eins og öðrum liðum í deildinni.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin. Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum. 15. ágúst 2021 21:32
Valsmenn unnu Keflvíkinga 2-1 fyrr í kvöld í bráðfjörugum leik þar sem tvö mörk dugðu þeim en hefðu getað verið mikið fleiri. Gestirnir náðu að stríða Valsmönnum en ekki nóg til að fá eitthvað út úr þessum leik. Leikurinn var mjög fjörugur og höfðu menn orð á því í blaðamannastúkunni að þetta væri líklega skemmtilegasti leikur sem hefði farið fram á Hlíðarenda í sumar. Bæði lið voru staðráðin í að sækja en Valsarar voru betri aðilinn lengi vel og gæði þeirra skinu í gegn á löngum köflum. Þeir fundu leiðir inn fyrir vörn gestanna oft og mörgum sinnum og með réttu hefði lokamarkatalan átt að vera hærri. Heimamenn komust yfir strax á níundu mínútu leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk þá sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og mætti þar Sindra markmanni gestanna. Í stað þess að reyna skot þá var hann var um aðstæður sínar og renndi boltanum örlítið til vinstri og fann þar Sigurð Egil Lárusson sem kom aðvífandi og renndi boltanum í autt markið. Heimamenn komnir með forystu og vel að því komnir en færin höfðu ekki látið á sér standa fyrstu mínúturnar. Keflvíkingar lögðust ekki niður heldur héldu í skipulag sitt og voru eftir fyrsta markið ívið betri ef eitthvað er. Þeir komust í margar góðar stöður en náðu ekki að skapa sér færi en úrslitasendingar liðsins vor ekki alveg nógu góðar. Valsmenn héldu þó áfram líka að skapa sér góðar stöður og fengu færi. Þeir uppskáru annað mark sitt á 30. mínútu. Aftur var vörn gestanna sprengd upp og var Sigurður Egill við það að komast í einn á einn stöðu við Sindra Kristinn markvörð. Sindri komst fyrstur í boltann en hreinsun hans tókst ekki betur til en svo að hann sparkaði boltanum í Sigurð og féll boltinn ljúflega fyrir lappir hans. Eftirleikurinn var því auðveldur því markið var autt og forystan tvöföld. Ég efast um að Sigurður hafi skorað tvisvar jafn auðveldlega í sama leiknum á ferli sínum. Keflvíkingar brotnuðu heldur ekki við þetta og héldu áfram að koma sér í stöður og hefðu með örlítilli heppni getað skorað í fyrri hálfleik sem var mjög skemmtilegur. Bæði liðin áttu skot í stöng og var leikið hratt endanna á milli. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan þó enn 2-0 fyrir heimamenn sem voru vel að því komnir að leiða. Valsmenn komu heldur betur sterkir út í seinni hálfleikinn og hefur hálfleiksræðan væntanlega snúist um það að klára leikinn og hleypa gestunum ekki inn í hann. Strax á 46. mín. komst Guðmundur Andri Tryggvason inn fyrir vörn gestanna og náði að lyfta knettinum yfir markvörðinn. Því miður fyrir hann og Valsmenn hafnaði boltinn í stönginni og frákast Orra Sigurðar Ómarssonar var himinhátt yfir. Keflvíkingar náðu svo að nýta sér eitt af færum sínum fimm mínútum síðar. Hornspyrna var framkvæmd og fann boltinn ennið á Christian Volesky sem nikkaði boltanum inn í markteiginn á Ástbjörn Þórðarson sem var um meter frá marki og þrumaði boltanum í þaknetið. Líklega hefur farið um margan Valsmanninn á þessum tímapunkti en reynsla liðsins er þó þannig að þeir réðu vel við mótlætið. Þeir sköpuðu sér mörg færi næstu mínúturnar og voru óheppnir oft að ná ekki að skora og ganga frá leiknum. Það varð til þess að gestirnir úr Keflavík fengu tækifæri til að þjarma að Valsmönnum á lokamínútum leiksins en færi til að skora urðu ekki mörg og þau sem sköpuðust enduðu annað hvort aftur fyrir endamörk eða í hrömmunum á Hannesi. Leiknum lauk því með 2-1 sigri heimamanna sem treysta tak sitt á topp sæti Pepsi Max deildarinnar. Afhverju vann Valur? Það þarf ekkert að fjölyrða um það að Valur er með betra fótboltalið en Keflvíkingar á þessum tímapunkti. Þeir nýttu tvö af færunum sínum en það hefði ekki verið ósanngjarnt ef mörkin hefðu verið einu til þremur fleiri í dag. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa lengi vel að halda sóknarmönnum Vals frá vítateig sínum. Margoft sluppu Valsarar í gegn á bak við bakverði eða miðverði og átti Frans Elvarsson ansi margar tæklingar í teig gestanna til að redda þeim fyrir horn. Keflvíkingar geta prísað sig sæla að ekki hafi farið verr. Báðum liðum gekk svo bölvanlega að reka smiðshöggið á þau færi sem sköpuðust en Keflvíkingar fengu sín færi í leiknum. Bestir á vellinum? Eins og áður segir var leikurinn vel leikinn og eru margir til kallaðir hérna. Sigurður Egill Lárusson gerði vel í því að koma sér í og nýta færin sín en fóstbróðir hans Kristinn Freyr Sigurðsson var einnig mjög góður í að skapa mörg færi. Hannes Þór Halldórsson gerði vel í að grípa það sem grípa þurfti og miðverði Vals voru góðir í halda framherjasveit Keflvíkinga niðri. Hjá Keflvíkingum var Frans Elvarsson góður en hann hafði nóg að gera. Davíð Snær Jóhannsson er vaxandi leikmaður og átti fínan leik sem og Ástbjörn Þórðarson sem gerði vel bæði varnarlega og sóknarlega í dag. Hvað næst? Keflvíkingar eiga annan útileik á miðvikudag. Hann er gegn FH en þessi leikur er hluti af sjöundu umferð og var frestað vegna Evrópukeppni. Miðað við stöðu liðanna í deildinni gæti þessi leikur skipt sköpum og ætti að verða mjög spennandi. Valsmenn fá Stjörnuna í heimsókn eftir tæpa viku og geta saumað saman tvo sigurleiki en Stjarnan hefur verið í brasi. Ef Valsmenn bjóða upp á svipaða frammistöðu og í kvöld þá ætti útkoma þess leiks ekki að vera spurning. Siggi Raggi: Við getum alveg verið ánægðir með margt í leiknum Annar þjálfara Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, var inntur eftir því hvort hann gæti ekki verið ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna þó að útkoman hafi ekki verið góð. „Þetta var ekki allt eins og við vildum en við vitum að Valsmenn eru góðir í fótbolta og með mikinn og góðan mannskap. Við getum alveg verið ánægðir með margt í leiknum. Við brotnuðum ekki þó að við höfum gefið of mörg færi á okkur og verið of opnir í fyrri hálfleik. Við héldum alltaf áfram, uppskárum mark og fengum okkar færi þó að Valur hafi fengið fullmörg færi í dag að þá getum við byggt á ýmsu góðu hjá okkur í dag.“ Sigurður hefur fyrr í sumar talað um að Keflvíkingar þurfi að þora meira að spila fótbolta og var spurður hvort honum finndist að þessi þáttur í þeirra leik væri að koma. Það er að segja að liðið þyrði meira. „Já já, mér fannst við spila ágætlega að mörgu leyti en þetta var of opið. Við gáfum þeim of mörg færi og of auðveld mörk í fyrri hálfleik og það er ekki hægt að gera á móti liði eins og Val sem er mjög mikil gæði og refsar þér í þeim tilvikum. Þetta snýst um líka um að hafa trú á sér og þora og læra af mistökunum og við áttum fínan seinni hálfleik að mörgu leyti.“ Sigurður var þá spurður út í framhaldið en á döfinni eru t.d. tveir leikir gegn FH með skömmu millibili en liðin eru nálægt hvort öðru í deildinni. „Ég held að það séu allt góðir leikir í þessari deild. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar stráka að læra og verða betri og gera sín mistök. Við erum með reynslulítinn og ungan hóp, við höfðum oft talað um það, og lítinn hóp þannig. FH er bara annað verkefni sem við reynum að leysa eins vel og við getum og svo verða stigin talin í lokin. Ég sé ekki betur en að við eigum fínan möguleik á móti FH eins og öðrum liðum í deildinni.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin. Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum. 15. ágúst 2021 21:32
Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin. Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum. 15. ágúst 2021 21:32
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti