Erlent Rússar vilja meira en Donbas Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu. Erlent 20.7.2022 14:28 Leita að árásargjörnum apa sem brýst inn til fólks Api hefur síðustu vikur brotist inn í hús borgarinnar Ogori á eyjunni Honshu í Japan. Hann hefur ráðist á að minnsta kosti tuttugu íbúa borgarinnar, bitið þá og klórað. Erlent 20.7.2022 14:23 Fundu hundrað milljón ára gömul risaeðlufótspor Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan. Erlent 20.7.2022 13:23 Nema útvarpsmerki sem líkjast hjartslætti úr geimnum Stjörnufræðingar við MIT hafa numið endurtekin útvarpsmerki frá vetrarbraut sem er milljarða ljósára í burtu. Vísindamennirnir hafa ekki staðsett hvaðan merkin koma nákvæmlega en telja að þau komi mögulega frá nifteindastjörnum sem mynduðust úr föllnum risastjörnum. Erlent 20.7.2022 12:30 Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05 Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum. Erlent 20.7.2022 10:32 Þingmenn Demókrata handteknir á mótmælum Að minnsta kosti fjórtán þingmenn úr röðum Demókrata voru handteknir við mótmæli gegn takmörkunum á rétti til þungunarrofs í Washington í gær. Erlent 20.7.2022 08:54 Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. Erlent 20.7.2022 07:42 Srílankskir þingmenn kjósa nýjan forseta Leynileg kosning fer nú fram á þingi Sri Lanka þar sem þingmenn kjósa milli þriggja frambjóðenda til forsetaembættis landsins. Erlent 20.7.2022 07:17 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Útlit fyrir harðari átök í suðri Frá því Rússar lögðu undir sig síðustu borgir Luhansk-héraðs og lýstu yfir að hlé yrði lagt á frekari stórsóknir hefur lítil hreyfing orðið á víglínunum í Úkraínu. Sóknir Rússa eru þó byrjaðar á nýjan leik en Úkraínumenn segja varnir þeirra halda enn. Erlent 19.7.2022 22:52 Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. Erlent 19.7.2022 22:45 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. Erlent 19.7.2022 21:49 Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Erlent 19.7.2022 21:30 Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Erlent 19.7.2022 20:30 Grunaður um að hafa reynt að smygla verki eftir Picasso til Ibiza Farþegi sem kom til flugi frá Sviss til Ibiza snemma í júlí er sagður hafa reynt að smygla teikningu eftir heimsfræga listamanninn Picasso með sér inn í landið. Teikningin er metin á meira en 460 þúsund Bandaríkjadali. Erlent 19.7.2022 20:26 Leiðtogar þriggja valdstjórnarríkja stinga saman nefjum Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim. Erlent 19.7.2022 19:20 Pítsasendill bjargaði fimm börnum úr eldsvoða Pítsasendillinn Nicholas Bostic bjargaði í vikunni fimm börnum úr eldsvoða í bænum Lafayette í Indiana-ríki. Hann var inni í brennandi húsinu í fimmtán mínútur. Erlent 19.7.2022 15:57 Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. Erlent 19.7.2022 15:52 Geimjakki Buzz Aldrin frá tungllendingunni á leið á uppboð Jakkinn sem geimfarinn Buzz Aldrin var klæddur í þegar hann var annar í sögunni til að stíga á tunglið er á leiðinni á uppboð. Talið er að jakkinn gæti selst á tvær milljónir dollara, rúmar 270 milljónir íslenskra króna. Erlent 19.7.2022 14:06 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Erlent 19.7.2022 12:13 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. Erlent 19.7.2022 12:12 Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Erlent 19.7.2022 12:07 Tíu ára heimsmeistari sigrar vegfarendur fyrir úkraínska herinn Valeria Yezhova, heimsmeistari í dammi (e. checkers), hefur síðustu daga boðið fólki að spila gegn sér, gegn gjaldi. Yezhova, sem er einungis tíu ára gömul, hefur ekki tapað einum einasta leik síðan hún hóf söfnunina. Erlent 19.7.2022 12:03 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. Erlent 19.7.2022 11:31 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erlent 19.7.2022 10:43 Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega. Erlent 19.7.2022 09:56 SAS hefur flugið á ný Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Erlent 19.7.2022 06:58 Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. Erlent 19.7.2022 06:50 Enn einn molludagur í Evrópu Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn. Erlent 19.7.2022 06:43 « ‹ 247 248 249 250 251 252 253 254 255 … 334 ›
Rússar vilja meira en Donbas Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu. Erlent 20.7.2022 14:28
Leita að árásargjörnum apa sem brýst inn til fólks Api hefur síðustu vikur brotist inn í hús borgarinnar Ogori á eyjunni Honshu í Japan. Hann hefur ráðist á að minnsta kosti tuttugu íbúa borgarinnar, bitið þá og klórað. Erlent 20.7.2022 14:23
Fundu hundrað milljón ára gömul risaeðlufótspor Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan. Erlent 20.7.2022 13:23
Nema útvarpsmerki sem líkjast hjartslætti úr geimnum Stjörnufræðingar við MIT hafa numið endurtekin útvarpsmerki frá vetrarbraut sem er milljarða ljósára í burtu. Vísindamennirnir hafa ekki staðsett hvaðan merkin koma nákvæmlega en telja að þau komi mögulega frá nifteindastjörnum sem mynduðust úr föllnum risastjörnum. Erlent 20.7.2022 12:30
Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05
Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum. Erlent 20.7.2022 10:32
Þingmenn Demókrata handteknir á mótmælum Að minnsta kosti fjórtán þingmenn úr röðum Demókrata voru handteknir við mótmæli gegn takmörkunum á rétti til þungunarrofs í Washington í gær. Erlent 20.7.2022 08:54
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17
Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. Erlent 20.7.2022 07:42
Srílankskir þingmenn kjósa nýjan forseta Leynileg kosning fer nú fram á þingi Sri Lanka þar sem þingmenn kjósa milli þriggja frambjóðenda til forsetaembættis landsins. Erlent 20.7.2022 07:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Útlit fyrir harðari átök í suðri Frá því Rússar lögðu undir sig síðustu borgir Luhansk-héraðs og lýstu yfir að hlé yrði lagt á frekari stórsóknir hefur lítil hreyfing orðið á víglínunum í Úkraínu. Sóknir Rússa eru þó byrjaðar á nýjan leik en Úkraínumenn segja varnir þeirra halda enn. Erlent 19.7.2022 22:52
Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. Erlent 19.7.2022 22:45
Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. Erlent 19.7.2022 21:49
Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Erlent 19.7.2022 21:30
Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Erlent 19.7.2022 20:30
Grunaður um að hafa reynt að smygla verki eftir Picasso til Ibiza Farþegi sem kom til flugi frá Sviss til Ibiza snemma í júlí er sagður hafa reynt að smygla teikningu eftir heimsfræga listamanninn Picasso með sér inn í landið. Teikningin er metin á meira en 460 þúsund Bandaríkjadali. Erlent 19.7.2022 20:26
Leiðtogar þriggja valdstjórnarríkja stinga saman nefjum Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim. Erlent 19.7.2022 19:20
Pítsasendill bjargaði fimm börnum úr eldsvoða Pítsasendillinn Nicholas Bostic bjargaði í vikunni fimm börnum úr eldsvoða í bænum Lafayette í Indiana-ríki. Hann var inni í brennandi húsinu í fimmtán mínútur. Erlent 19.7.2022 15:57
Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. Erlent 19.7.2022 15:52
Geimjakki Buzz Aldrin frá tungllendingunni á leið á uppboð Jakkinn sem geimfarinn Buzz Aldrin var klæddur í þegar hann var annar í sögunni til að stíga á tunglið er á leiðinni á uppboð. Talið er að jakkinn gæti selst á tvær milljónir dollara, rúmar 270 milljónir íslenskra króna. Erlent 19.7.2022 14:06
„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Erlent 19.7.2022 12:13
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. Erlent 19.7.2022 12:12
Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Erlent 19.7.2022 12:07
Tíu ára heimsmeistari sigrar vegfarendur fyrir úkraínska herinn Valeria Yezhova, heimsmeistari í dammi (e. checkers), hefur síðustu daga boðið fólki að spila gegn sér, gegn gjaldi. Yezhova, sem er einungis tíu ára gömul, hefur ekki tapað einum einasta leik síðan hún hóf söfnunina. Erlent 19.7.2022 12:03
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. Erlent 19.7.2022 11:31
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erlent 19.7.2022 10:43
Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega. Erlent 19.7.2022 09:56
SAS hefur flugið á ný Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Erlent 19.7.2022 06:58
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. Erlent 19.7.2022 06:50
Enn einn molludagur í Evrópu Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn. Erlent 19.7.2022 06:43