Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 08:50 Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á 100.000 dollara í skatt og að eiga skotvopn þegar hann var í virkri fíkniefnaneyslu. AP/Julio Cortez Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40