Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. september 2023 19:49 Mikið tjón hefur orðið í borginni Volos vegna flóðanna. EPA Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun. Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun.
Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40