Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 09:12 Gera má ráð fyrir að fleiri áþekk mál verði höfðuð en flestir telja ólíklegt að þau muni skila jákvæðri niðurstöðu. AP/Evan Vucci Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira