Segir málamiðlun ómögulega og að lokamarkmiðið sé tortíming Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 07:55 Oleksii Reznikov ávarpar kollega sína í greininni og hvetur þá til að styðja við eftirmann sinn. Getty/Thomas Lohnes Oleksii Reznikov, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur hvatt til samstöðu gegn Rússlandi til að bjarga heimsbyggðinni frá þriðju heimsstyrjöldinni. Hann segir lokamarkmið Rússa að útrýma Úkraínu. Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira