Fótbolti

Leik lokið: KA - Fram 3-0 | KA í undanúrslit eftir hundraðasta mark Hallgríms Mar
KA er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir afar öruggan 3-0 sigur gegn Fram. Bjarni Aðalsteinsson setti tvö mörk og Hallgrímur Mar gulltryggði sigurinn með sínu hundraðasta marki fyrir félagið, sem gerði hann að markahæsta leikmanni í sögu KA.

Bolaði þjálfaranum burt en framlengdi svo ekki samninginn
Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð.

Uppgjörið, myndir og viðtöl: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum
Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði.

Arftaki Freys mættur aftur til Færeyja
Magne Hoseth er mættur aftur til Færeyja eftir að hafa gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík. Hann var ráðinn sem eftirmaður Freys Alexanderssonar hjá Lyngby en entist heldur stutt í starfi.

Þjálfari Hákons tekur við AC Milan
AC Milan hefur fundið sér nýjan þjálfara og það er fyrrum þjálfari franska félagsins Lille, Paulo Fonseca.

Tilkynntu framlengingu Kerr með dramatísku myndbandi
Sam Kerr, ein besta knattspyrnukona heims, verður áfram á mála hjá Englandsmeisturum Chelsea. Nýr samningur hennar var tilkynntur með hádramatísku myndbandi þar sem það virtist sem hún væri á förum frá félaginu.

Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki
Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

Breiðablik og Valur með elstu liðin í Bestu deild karla
Breiðablik og Valur eru með hæsta meðalaldur liða í Bestu deildar karla í fótbolta.

Óvænt hættur hjá Dortmund
Edin Terzic hefur óvænt sagt upp störfum sem þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar
Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar.

Bjarni lætur af störfum hjá KR
Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok ágústmánaðar og hverfur þá til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR en Bjarni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2022.

Blása England upp í aðdraganda EM
Evrópumót karla í fótbolta hefst á morgun, föstudag. Þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Íslandi á uppseldum Wembley-leikvangi í aðdraganda mótsins þá eru sparkspekingar BBC, breska ríkisútvarpsins, kokhraustir.

Virkja 300 milljón króna klásúlu í samningi Ísaks og kaupa hann
Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf hefur virkjað klásúlu í samningi íslenska landsliðsmannsins Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og mun hann ganga til liðs við félagið frá FC Kaupmannahöfn.

Myndi vilja tala við Rashford og Greenwood en selja Maguire
Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, myndi selja Harry Maguire ef ákvörðunin væri hans. Þá myndi hann vilja tala við þá Marcus Rashford og Mason Greenwood áður en hann tæki ákvörðun.

„Ég er ekki stoltur af þessu“
Danijel Djuric, leikmaður Víkings, segist hafa lært mikið af atviki sem átti sér stað eftir leik liðsins á Kópavogsvelli þann 30. maí. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann.

Messi ætlar að enda ferilinn í Miami
Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ætlar sér að enda ferilinn hjá núverandi liði sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami. Hann segist þó ekki hafa neinn áhuga á því að hætta alveg strax.

Thiago Motta tekinn við Juventus
Ítalska stórveldið Juventus hefur kynnt Thiago Motta til leiks sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli”
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins.

„Þurfum að fara láta þetta falla fyrir okkur núna“
„Það er eiginlega erfitt að einhvernveginn setja það í orð skilurðu, maður er einhvernveginn ekki alveg búinn að átta sig á tilfinningunum eftir leikinn þannig ég þarf eiginlega bara að fá að þessa pass við þessari spurningu“, sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sem var eðlilega enn að jafna sig eftir að hafa dottið út úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni þar sem eina mark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartíma.

Guðrún og stöllur enn með fullt hús eftir risasigur í Íslendingaslag
Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir vægast sagt sannfærandi 7-0 útisigur gegn Växjö í kvöld.

Gerði Portúgali að Evrópumeisturum og tekur nú við Aserbaídsjan
Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Fernando Santos er tekinn við sem þjálfari karlalandsliðs Aserbaídsjan.

Rifta samningi við dýrasta leikmann félagsins
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur og franski knattspyrnumaðurinn Tanguy Ndombele hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið.

Uppgjör: Þór Ak. - Stjarnan 0-1 | Róbert Frosti dró Stjörnuna í undanúrslit
Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Lengjudeildar liði Þórs á Akureyri fyrr í kvöld. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir annars bragðdaufan leik.

Frá Manchester til Monza
Omari Forson neitaði nýjum samning hjá Manchester United og hefur nú samið við Monza sem endaði í 12. sæti Serie A á Ítalíu.

Ungstirni Bayern missir af EM vegna hálskirtlabólgu
Ungstirnið Aleksandar Pavlović verður ekki með Þýskalandi á Evrópumóti karla í knattspyrnu þar sem hann er með hálskirtlabólgu.

Hjartnæm stund í Árbænum: Gestirnir gáfu sektarsjóðinn er Fylkismenn minntust fallins félaga
Mörg hundruð manna mættu og mörg hundruð þúsund krónur söfnuðust í minningarleik Fylkismannsins Egils Hrafns Gústafssonar í gær.

Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM
Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum.

Sjáðu snögga afgreiðslu João Felix og snilldartvennu Ronaldo
Cristiano Ronaldo og João Felix voru á skotskónum þegar Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi.

Einn af styrktaraðilum Newcastle sagður misþyrma starfsfólki
Fyrirtækið Noon er einn af fjölmörgum styrktaraðilum enska knattspyrnufélagsins Newcastle United. Er fyrirtækið, sem staðsett er í Sádi-Arabíu, sagt misþyrma starfsmönnum sínum.

Šeško ekki á förum frá Leipzig
Slóvenski framherjinn Benjamin Šeško er ekki á förum og hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið RB Leipzig.