Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Hlín Eiríksdóttir átti tvö frábær ár með Kristianstad og var með 26 mörk og 11 stoðsendingar á tveimur tímabilum. @kristianstadsdff Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira