Orri Óskarsson skoraði tvennu fyrir Real Sociedad gegn PAOK í gærkvöld og freistar þess að koma boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni í einvíginu við Midtjylland.
Sigurliðið úr einvíginu mætir annað hvort Manchester United eða Tottenham í 16-liða úrslitunum en ensku liðin eru þegar örugg með sæti þar. Sigurliðið úr einvígi Galatasaray og AZ Alkmaar mætir sömuleiðis annað hvort United eða Tottenham.
Umspilið um sæti í 16-liða úrslitum:
Bodö/Glimt (Nor) - Twente (Hol)
Anderlecht (Bel) - Fenerbahce (Tyr)
FCSB (Rúm) - PAOK (Gri)
Ajax (Hol) - Union SG (Bel)
Real Sociedad (Spá) - Midtjylland (Dan)
Galatasaray (Tyr) - AZ Alkmaar (Hol)
Roma (Íta) - Porto (Por)
Viktoria Plzen (Ték) - Ferencváros (Ung)
Fyrri leikirnir í umspilinu eru 13. febrúar og seinni leikirnir 20. febrúar.
Sigurliðin verða svo með þegar dregið verður í 16-liða úrslitin þann 21. febrúar, en 16-liða úrslitin verða spiluð 6. og 13. mars. Liðin átta sem eru komin í 16-liða úrslit eru:
- Lazio
- Athletic Bilbao
- Olympiacos
- Rangers
- Frankfurt
- Lyon
- Manchester United
- Tottenham